Leikmenn Manchester City eiga ekki skilið neina bónusa fyrir þetta tímabil en stjóri liðsins, Pep Guardiola, er á því máli.
Gengi City hefur verið fyrir neðan allar væntingar á tímabilinu en liðið getur enn unnið FA bikarinn og heimsmeistaramót FIFA í sumar.
Samtals gæti City þénað allt að 96 milljónir punda en Guardiola segir að sá peningur eigi ekki að fara til leikmanna ea starfsmanna.
City á ekki möguleika á að vinna ensku úrvalsdeildina og er í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti.
,,Við eigum ekki skilið neina bónusa fyrir þetta tímabil. Stjórinn, starfsfólkið og leikmennirnir, við eigum þetta ekki skilið,“ sagði Guardiola.
,,Við eigum ekki einu sinni skilið að fá úr að gjöf frá félaginu.“