Tveir lykilmenn Chelsea eru byrjaðir að æfa á fullu og verða til taks í næsta leik liðsins ef allt gengur upp.
Cole Palmer hefur verið besti leikmaður Chelsea í vetur en hann missti af landsliðsverkefni Englands vegna meiðsla.
Palmer virðist vera á góðum batavegi en hann sást á æfingu liðsins í vikunni og virkaði í fínu standi.
Annar leikmaður sem hefur spilað stórt hlutverk á tímabilinu, Noni Madueke, var einnig mættur en hann hefur misst af síðustu verkefnum vegna meiðsla.
Næsti leikur Chelsea er þann fjórða mars en liðið spilar þá við granna sína í Tottenham.