Carlo Ancelotti virðist hafa staðfest það að hann verði ekki næsti landsliðsþjálfari Brasilíu.
Ancelotti er orðaður við Brasilíu í mörgum fjölmiðlum en Dorival Junior var rekinn sem landsliðsþjálfari í morgun.
Ancelotti hefur áður verið á óskalista Brasilíu en hann er aðeins að einbeita sér að Real og að klára tímabilið vel.
,,Ég er aðdáandi Brasilíu en við höfum ekki verið í neinu sambandi síðustu daga. Ég einbeiti mér að Real Madrid,“ sagði Ancelotti.
,,Ég er samningsbundinn Real Madrid og einbeiti mér ða því að vinna titla. Við erum með stór markmið.“