Ralf Rangnick, fyrrum stjóri liða eins og Manchester United og núverandi landsliðsþjálfari Austurríkis, er orðaður við endurkomu til heimlanadsins.
Rangnick hefur gert fína hluti með Austurríki en bæði Borussia Dortmund og Bayern Munchen eru að horfa til hans.
Þetta segja austurríski miðillinn Profil og þýska blaðið Bild en Rangnick er ekki orðaður við þjálfarastarf.
Bayern þekkir það að vinna sem yfirmaður knattspyrnumála og fleira á bakvið tjöldin sem þessi lið hafa áhuga á.
Bayern myndi vilja fá Rangnick í sömu stöðu og Jurgen Klopp starfar hjá Red Bull en hann myndi þar sjá um flest öll mál liðsins þegar kemur að íþróttum.