Margir knattspyrnuaðdáendur muna eftir manni sem ber nafnið Jordon Ibe en hann var eitt sinn undrabarn Liverpool.
Ibe spilaði 41 deildarleik fyrir Liverpool á sínum ferli en hann var á mála hjá félaginu frá 2012 til 2016 – hann skoraði eitt mark í þessum leikjum.
Ferill Ibe hefur svo sannarlega verið á niðurleið undanfarin ár en hann lék flesta leiki fyrir Bournemouth frá 2016 til 2020.
Bournemouth borgaði 15 milljónir punda fyrir Ibe árið 2016 en hann stóðst ekki væntingar og var seldur til Derby og fór síðar til Tyrklands.
Hrapið hjá þessum leikmannni hefur verið gífurlegt en hann spilar í dag með liði Hungerford Town í ensku utandeildinni.
Ibe er enn aðeins 29 ára gamall en hann lék með öðru utandeildarliði, Hayes & Yeading United í fyrra og skoraði þá eitt mark í átta leikjum.
Samkvæmt nýjustu gögnum hefur Ibe enn ekki spilað leik fyrir Hungerford en hann skrifaði undir samning í lok janúar.
Ibe spilaði fyrir fjögur yngri landslið Englands en hefur í raun varla spilað fótbolta eftir tímabil með Bournemouth 2018-2019.