Joao Felix gæti þurft að finna sér enn eitt nýja félagið næsta sumar en hann er samningsbundinn Chelsea.
Felix var lánaður til AC Milan í janúarglugganum en hefur aðeins fengið að byrja fjóra deildarleiki.
Talið er að Chelsea hafi áhuga á að losa Felix í sumar og vill þá selja hann endanlega.
Umboðsmaður Felix, Jorge Mendes, er víst búinn að setja sig í samband við tyrknenska stórliðið Galatasaray.
Felix er sagður hafa áhuga á að ganga í raðir Galatasaray en hann vill koma ferlinum af stað almennilega eftir erfið ár.