Kenan Yildiz, leikmaður Juventus, fékk að heyra það frá fyrrum stjóra liðsins, Thiago Motta, sem var rekinn fyrr í mánuðinum.
Yildiz hefur spilað 41 leik og skorað sex mörk á þessu tímabili fyrir Juventus en var ekki alltaf í lykilhlutverki hjá þeim ítalska.
Blaðamaðurinn Sandro Sabatino fjallar nánar um málið en hann segist hafa heimildir fyrir því að Motta hafi eitt sinn verið mjög ósáttur með þann tyrknenska.
Yildiz er aðeins 19 ára gamall og er mikið efni en hann hefur þurft að spila á vængnum, í tíunni og þá sem framherji.
,,Á ákveðnum tímapunkti þá var Yildiz ekki lengur á blaði hjá Motta. Þetta er ungur leikmaður sem þurfti að leysa margar stöður,“ sagði Sabatini.
,,Það gerðist líka á æfingum. Eitt sinn þá sagði Motta við hann: ‘Hver heldurðu að þú sért? Þú ert ekki Messi.’