Kjartan Henry Finnbogason, aðstoðarþjálfari FH, var getur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.
FH fékk til sín markvörðinn Mathias Rosenörn í vetur og fyllir hann skarð Sinra Kristins Ólafssonar. Kjartan er afar hrifinn af Dananum.
„Hann er frábær, frábær í fótunum og stýrir mönnum, hvernig hann vill hafa þá og svo framvegis. En markmenn þurfa fyrst og fremst að verja, við sjáum hvernig það fer. Hann er búinn að koma virkilega vel inn í þetta,“ segir Kjartan.
„Hann er ófeiminn við að segja það sem honum finnst, sem er bara gott mál. Klárt.“
Nánar í spilaranum.