Halldór Smári Sigurðsson hefur lagt knattspyrnuskóna á hilluna en þetta var staðfest nú í dag.
Víkingur Reykjavík staðfesti fréttirnar en Halldór er fæddur árið 1988 og hefur reynst félaginu gríðarlega vel í mörg ár.
Þessi tvöfaldi Íslandsmeistari hefur ákveðið að kalla þetta gott en hann vann bikarinn einnig fjórum sinnum.
Halldór var frábær varnarmaður á sínum ferli en hann lék alla tíð með Víkingum og má kalla hann ‘herra Víking.’
Hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið félagsins árið 2008 samkvæmt KSÍ en spilaði aðeins sex leiki í efstu deild á síðasta tímabili.