Roberto De Zerbi, stjóri Marseille, hefur staðfest það að Mason Greenwood sé ekki lengur úti í kuldanum hjá félaginu.
Greenwood hefur verið einn besti ef ekki besti leikmaður Marseille í vetur en um er að ræða fyrrum leikmann Manchester United.
De Zerbi var óánægður með viðhorf og metnað Greenwood nýlega og setti leikmanninn á bekkinn en hann mun fá að spila næsta leik liðsins gegn Reims.
,,Þetta er strákur sem ég dáist að, alvegh eins og ég dáist að föður hans,“ sagði De Zerbi á blaðamannafundi.
,,Hann átti í smá erfiðleikum eftir fæðingu dóttur sinnar – hann er ekki vanur því að spila tímabil sem lykilmaður.“
,,Hann var ekki að gefa 100 prósent í verkefnið og var ekki í sínu besta standi.“
,,Hann æfði mjög vel í vikunni og honum líður vel. Ef hann spilar ekki þá þýðir það ekki að hann sé slæmur strákur, á morgun þá fær hann að spila.“