Það er heldur betur áhugavert að skoða launahæstu leikmenn ársins 1999 en þarna er ítalska deildin tekin fyrir.
Alessandro Del Piero, leikmaður Juventus, var lang launahæsti leikmaður deildarinnar á þessum tíma og þénaði um 70 þúsund pund á viku.
Það er miklu, miklu minna en launahæstu leikmenn deildarinnar í dag og hvað þá miðað við leikmenn á Englandi.
Erling Haaland, leikmaður Manchester City, er launahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar og þénar 500 þúsund pund á viku.
Stórstjörnur á borð við Francesco Totti, Zinedine Zidane, Paolo Maldini og Edgar Davids voru allir á rúmlega 20 þúsund pundum á viku sem er í raun galið miðað við launin í dag.
Þetta má sjá hér.