Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, gæti átt yfir höfði sér fjögurra ára fangelsi vegna skattsvika.
Frá þessu greina spænskir miðlar en sagt er að Ancelotti hafi viljandi falið ákveðin gögn frá ríkinu til að forðast það að borga eina milljón evra í skuld.
Um er að ræða atvik sem er um tíu ára gamalt eða þegar Ancelotti var hjá Real árið 2015.
Þessi 65 ára gamli Ítali neitar þessum ásökunum og segist ekki sekur en viðurkenndi að sama skapi að hafa borgað of lítinn skatt árið 2014.
Ancelotti segist ekki hafa brotið nein lög ári seinna en málið er nú á leið fyrir framan dómstóla.
Ef Ancelotti finnst sekur gæti hann þurft að sitja inni í einhvern tíma en það kemur í ljóst á næstu vikum.