Enzo Maresca, stjóri Chelsea, er sagður hafa verið bálreiður út í leikmenn aðalliðsins á miðvikudag eftir æfingaleik gegn U21 liði félagsins.
Ungstirni Chelsea fengu þarna að spila gegn aðalliðinu en leikmenn fæddir árið 2009 fengu jafnvel tækifæri.
Aðallið Chelsea tefldi fram nokkuð sterku byrjunarliði og tapaði leiknum 3-0 sem fór mjög illa í þann ítalska.
Þeir leikmenn sem spiluðu ekki með landsliði sínu í mánuðinum tóku þátt en voru niðurlægðir af unglingunum.
Maresca ætlaði að gefa sínum helstu stjörnum frí degi seinna en hætti við vegna leiksins og voru þeir mættir á æfingasvæðið degi seinna.
Leikmenn eins og Jadon Sancho, Christopher Nkunku, Romeo Lavia, Benoit Badiashile, Tosin Adarabioyo og Malo Gusto eru taldir hafa verið á meðal leikmanna aðalliðsins.
Donnell McNeilly er þá sagður hafa skorað tvö mörk fyrir U21 liðið og hinn 16 ára gami Chizzy Ezenwata komst einnig á blað.