Enski framherjinn Harry Kane er einn kynþokkafyllsti knattspyrnumaðurinn í þýska boltanum, samkvæmt könnun sem var framkvæmd á meðal um 5 þúsund kvenna þar í landi.
Fjallað er um þetta í Þýskalandi í dag og kemur fram að Kane, sem spilar fyrir Bayern Munchen, hafi endað í fjórða sæti. Joshua Vagnoman hjá Stuttgart var kosinn sá kynþokkafyllsti.
Í umfjölluninni er rætt við sérfræðing í þessum efnum, hana Anne Sofie Koktved.
„Harry Kane hefur klassískt útlit sem er vinsælt í Þýskalandi. Hann er þroskaður, tryggur og sjálfsöruggur, eitthvað sem mörgu finnst heillandi. Ef þú bætir því við fjölskyldugildi hans og leiðtogahæfni ertu með ansi góðan heildarpakka,“ segir hún.