Manchester United þarf að borga 50 milljónir punda ef félagið vill fá Fransisco Trincao frá Sporting.
United er á höttunum eftir kantmanni fyrir sumarið. Félagið hefur losað Jadon Sancho og Marcus Rashford á láni og spila þeir sennilega ekki aftur fyrir félagið.
Trincao lék undir stjórn Ruben Amorim, stjóra United, hjá Sporting og hefur verið orðaður við liðið undanfarna daga.
Trincao á að baki áhugaverðan feril og til að mynda spilað fyrir bæði Barcelona og svo Wolves í ensku úrvalsdeildinni.
Trincao vakti athygli á dögunum þegar hann skoraði tvö mörk fyrir portúgalska landsliðið í sigri á Dönum.