Myndband af körfuboltagoðsögninni LeBron James vekur athygli þessa stundina en hann er á mála hjá LA Lakers.
Eins og einhverjir vita þá fylgist James með fótbolta og á hlut í enska stórliðinu Liverpool sem hann eignaðist árið 2011.
James hitti blaðamann á dögunum sem mætti í Manchester United jakka og fékk ákveðinn lestur frá James.
,,Þetta er ógeðslegur jakki,“ sagði James og grínaðíst svo með það að rífa merkið af jakkanum.
Blaðamaðurinn ákvað að gera létt grín í James en hann ber nafnið Mike Trudell og starfar einmitt fyrir Lakers.
Þetta má sjá hér.
View this post on Instagram