Liverpool hefur sett sig í samband við Þýskalandsmeistara Bayer Leverkusen vegna Jeremie Frimpong.
Independent segir frá þessu, en Liverpool er á höttunum eftir hægri bakverði til að leysa af Trent Alexander-Arnold.
Trent er á leið til Real Madrid á frjálsri sölu, en hann er lykilmaður hjá Liverpool.
Nokkrir hafa verið orðaðir við Liverpool til að fylla hans skarð og nú er sagt að Liverpool sé að skoða þann möguleika að fá hinn 24 ára gamla Frimpong.
Hollenski landsliðsmaðurinn hefur skorað fjögur mörk og lagt upp tíu fyrir Leverkusen á leiktíðinni. Hann hefur einnig verið orðaður við Manchester City.