Knattspyrnusamband Íslands hefur ráðið þrjá nýja þjálfara í hlutastörf til að styrkja dómarastarfið.
Þjálfararnir sem um ræðir eru:
• Milos Petrovic – þrekþjálfari dómara
• Gunnar Jarl Jónsson – dómaraþjálfari
• Frosti Viðar Gunnarsson – aðstoðardómaraþjálfari
Allir þrír munu hefja störf þann 1. apríl 2025.
Þetta er í fyrsta skipti sem KSÍ ræður sérstaka dómaraþjálfara og er óhætt að að segja að þetta sé mikil lyftistöng fyrir dómara og þeirra starfsumhverfi.
Þessir þrír nýju þjálfarar munu starfa í teymi með Þóroddi Hjaltalín, starfsmanni dómaramála, í kringum þjálfaramál dómara.