Það vakti athygli fyrir nokkru þegar fréttir bárust af því að Kjartan Kári Halldórsson hefði hafnað tilboði frá Val til að vera áfram í FH. Aðstoðarþjálfari FH hrósar honum í hástert fyrir þessa ákvörðun.
Kjartan Kári er algjör lykilmaður hjá FH og hafði hann verið orðaður við Val og Víking. Hann ákvað hins vegar að vera áfram í Hafnarfirðinum.
„Bara skynsamleg ákvörðun hjá honum finnst mér. Hann er á góðri vegferð. Fór út, kom aftur heim og ég veit að honum líður vel í Krikanum og mér finnst þetta bara mjög þroskuð ákvörðun. Ég held það séu ekki margir á hans aldri sem myndu taka þessa ákvörðun. Það er oft hægara sagt en gert að gera svoleiðis, þannig að hann sýndi mikla tryggð og og hérna við vonum bara að við getum launað honum það til baka. Mikilvægur og flottur leikmaður fyrir okkur,“ segir Kjartan Henry Finnbogason um málið í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.
„Hann er leikmaðurinn okkar í dag og og við vonum að það verði bara áfram.“