Nýr þáttur af Íþróttavikunni er kominn út, líkt og alla föstudaga hér á 433.is.
Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum, en gestur þeirra að þessu sinni er Kjartan Henry Finnbogason.
Kjartan er goðsögn í íslenskri knattspyrnu og í dag er hann aðstoðarþjálfari Heimis Guðjónssonar hjá FH.
Í þættinum er farið yfir veturinn hjá FH, félagaskiptagluggann, komandi sumar og fleira. Þá er rætt um karlalandsliðið sem tapaði illa fyrir Kósóvó á dögunum, en Kjartan var úti fyrir Stöð 2 Sport og fylgdist með gangi mála.
Horfðu á þáttinn í spilaranum hér ofar, eða hlustaðu á helstu hlaðvarpsveitum.