Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, lét sitt ekki eftir liggja þegar hitarör voru lögð undir nýjan Hásteinsvöll í hans heimabæ, Vestmannaeyjum.
Það á að leggja gervigras á heimavöll ÍBV, en Heimir er fyrrum þjálfari karla- og kvennaliðs félagsins og var hann, ásamt eiginkonu sinni Írisi Sæmundsdóttur, mættur að hjálpa til líkt og sjá má á myndinni hér ofar.
Heimir er í dag þjálfari írska karlalandsliðsins. Hann hefur einnig stýrt landsliði Jamaíka og Al-Arabi í Katar.
Þess má geta að karlalið ÍBV er nýliði í Bestu deild karla á komandi leiktíð en kvennaliðið féll niður í Lengjudeildina í fyrra.