Manchester United gæti losað sig við marga leikmenn í sumar. Þetta kemur fram í umfjöllun The Athletic.
Ruben Amorim fær fyrsta sumargluggann sinn með liðið og vell stokka vel upp í hópnum. Jonny Evans, Tom Heaton, Christian Eriksen og Victor Lindelöf eru allir að verða samnningslausir og fara þeir frítt.
Þá mun United sennilega losa þá leikmenn sem eru á láni, Marcus Rashford, Antony og Jadon Sancho, í sumar.
Loks kemur fram að félagið muni hlusta á tilboð í ungstirnin Kobbie Mainoo og Alejandro Garnacho. Eru þeir uppaldir og því hagstætt gagnvart fjárhagsreglum að selja þá.
United er að eiga skelfilegt tímabil og Ruben Amorim ekki tekist að snúa genginu við eftir að hann tók við af Erik ten Hag.