Stórstjarnan Alisha Lehmann neitaði að svara því í viðtali við Marca hvort hún fengi betur borgað hjá félagsliði sínu Juventus eða fyrir auglýsingar sínar á samskiptamiðlum.
Lehmann þykir vera ein fallegasta konan í kvennaboltanum en hún spilar með Juventus og er landsliðsmaður Sviss.
Talið er að Lehmann þéni um 185 þúsund evrur fyrir samning sinn hjá Juventus sem gildir til þriggja ára en það er töluvert lægra en það sem venjulegur karlmaður þénar á mánuði.
Hún vildi lítið gefa upp í samtali við Marca en er ánægð með samstarf samskiptamiðla sem hjálpa konum sem þéna alls ekki jafn mikið og karlarnir.
,,Það er stóra spurningin, er það ekki? Ég ætla ekki að svara þessu,“ sagði Lehmann við Marca.
,,Afsakið það en samskiptamiðlar hafa gert þá sérstaklega konum kleift að fá stuðning sem er gott.“
,,Það er ekki það mikill peningur í kvennaboltanum og samskiptamiðlar eru mikil hjálp sem er ekki slæmt.“