Erling Haaland er lang launahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar en þetta kemur fram í lista L’Equipe í Frakklandi.
Haaland er nýbúinn að framlengja samning sinn við Manchester City og þénar nú 500 þúsund pund á viku.
Það er töluvert meira en maðurinn í öðru sætinu en það er liðsfélagi Haaland, Kevin de Bruyne, sem fær 432 þúsund pund á viku.
Það eru svo tveir aðilar sem deila þriðja sætinu eða Mohamed Salah hjá Liverpool og Casemiro hjá Manchester United.
Báðir leikmenn fá 376 þúsund pund á viku en þeir Raheem Sterling og Marcus Rashford klára topp fimm listann og eru á 349 þúsund pundum á viku.