Hópur knattspyrnuáhugamanna leiddur af Mate Dalmay hefur gengið frá kaupum á félaginu Fótbolti ehf., sem á og rekur hina vinsælu vefsíðu Fótbolti.net. Þetta kemur fram á Vísi.
Mate og hans teymi kaupa miðilinn af Hafliða Breiðfjörð, sem stofnaði vefinn fyrir 23 árum síðan. Hafliði selur 95 prósent hlut og selur Magnús Már Einarsson einnig sinn 5 prósent hlut.
Hafliði hefur góða tilfinningu fyrir komu nýrra eigenda. Hann ætlar að einbeita sér að sjálfum sér fram á haust að sögn og sjá svo hvað kemur upp.
Daníel Rúnarsson er þá meðal annarra eigenda og verður nýr stjórnarformaður.