Antonio Conte gæti gert allt vitlaust í Mílanó borg á Ítalíu ef hann tekur skref sem Tuttosport orðar hann nú við.
Conte er fyrrum stjóri Inter Milan og vann titilinn á Ítalíu með félaginu en hann er í dag á mála hjá Napoli.
Samkvæmt Tuttosport er Conte að íhuga að það að ganga í raðir AC Milan sem myndi gera stuðningsmenn Inter gjörsamlega brjálaða.
Það veltur þó á því hvort AC Milan nái að semja við Fabio Paratici sem þekkir vel til Conte en hann gæti teki við sem yfirmaður knattspyrnumála.
Paratici vill fá Conte til starfa ef hann tekur við taumunum á San Siro en framtíð þess síðarnefnda er í mikilli óvissu hjá Napoli.