Andre Onana hefur engan áhuga á að yfirgefa Manchester United í sumar, en mun fara annað verði krafta hans ekki lengur óskað.
ESPN fjallar um málið, en markvörðurinn hefur verið orðaður frá Old Trafford undanfarið og talað um að Ruben Amorim, stjóri United, sé enginn svakalegur aðdáandi kappans.
Onana gekk í raðir United fyrir síðustu leiktíð og hefur átt flottar frammistöður hér og þar, en verið heldur mistækur einnig.
Hann hefur undanfarið verið orðaður við Sádi-Arabíu og er áhugi á honum þaðan. Sjálfur vill leikmaðurinn þó ekki fara en mun skoða framtíð sína ef honum verður tjáð að hann eigi ekki framtíð á Old Trafford.
Undanfarið hefur verið fjallað um að United skoði aðra kosti í markvarðastöðuna til framtíðar. Hafa þeir Senne Lammens hjá Royal Antwerp og Lucas Chevalier hjá Lille til að mynda verið nefndir til sögunnar.