Kona að nafni Maria Arreghini hefur vakið heimsathygli en hún hefur verið ráðin til starfa hjá Real Madrid.
Arreghini er mikill fótboltaaðdáandi en hún mun starfa fyrir sjónvarpsstöð spænska félagsins, Real Madrid TV.
Um er að ræða 26 ára gamla konu sem hefur starfað í sjónvarpsbransanum sem og það að taka að sér fyrirsætu hlutverk.
Margir hafa hrósað Real fyrir þessa ráðningu en Arreghini þykir vera afskaplega glæsileg og þá mjög hæf í sínu starfi.
Tæplega 700 þúsund manns fylgja henni á samskiptamiðlinum Instagram en hún er dugleg að birta djarfar myndir.
Ásamt því að hafa fjallað um fótbolta í íþróttaheiminum hefur Arreghini einnig séð um nokkrar bardagaíþróttir.