Barcelona gerði tilraun til að stela Trent Alexander-Arnold fyrir framan nefið á Real Madrid í vetur ef marka má miðla á Spáni.
Trent er að ganga í raðir Real í sumar á frjálsri sölu frá Liverpool, þar sem samningur hans er að renna út.
Börsungar reyndu þó að freista hans fyrr á þessari leiktíð, en þeir hittu fulltrúa leikmannsins, með það fyrir augum að fá hann frítt í sumar.
Það hefur þó klárlega ekki gengið eftir þar sem bakvörðurinn er á leið til Real í sumar.