Enzo Fernandez vill ekki fara frá Chelsea, þrátt fyrir áhuga Atletico Madrid. Þetta kemur fram í spænska blaðinu AS.
Fernandez er búinn að vera í tvö ár hjá Chelsea, en hann kom frá Benfica fyrir meira en 100 milljónir punda.
Þrátt fyrir að vera samningsbundinn til 2032 hefur hann undanfarið verið orðaður annað, til að mynda til Atletico.
AS segir að þeir liðsfélagar hans í argentíska landsliðinu sem spila með Atletico hafi reynt að sannfæra miðjumanninn um að koma í landsleikjaglugganum á dögunum.
Það virðist þó ekki hafa tekist en Fernandez er sagður afar sáttur í London.