Eigendur Paris Saint-Germain í Frakklandi eru að horfa í það að kaupa nýtt félag sem spilar á Spáni.
Frá þessu er greint í dag en PSG er í eigu Qatar Sports Investments sem hefur dælt peningum í félagið í mörg ár.
Samkvæmt fregnum dagsins eru eigendurnir að horfa til Spánar og vilja eignast lið Malaga sem er í fjárhagslegum erfiðleikum.
Það myndi kosta um 100 milljónir evra að eignast Malaga sem lék lengi í efstu deild á Spáni en hefur verið í dvala undanfarin ár.
Ásamt því að eiga franska stórveldið þá eiga fjárfestarnir 21 prósent hlut í portúgalska félaginu Braga.