Nicolas Jackson, leikmaður Chelsea, er byrjaður að æfa með aðalliði félagsins eftir meiðsli.
Þetta staðfesti félagið með færslu á samskiptamiðlum í gær en Jackon hefur misst af síðustu verkefnum liðsins.
Það stefnir í að Jackson geti spilað áður en tímabilinu lýkur og er möguleiki á að hann snúi aftur í apríl.
Jackson er mikilvægur hlekkur í liði Chelsea og hefur liðið saknað hans verulega undanfarnar vikur.