Brasilíska knattspyrnusambandið horfir nú aftur til Carlo Ancelotti og skoðar það að ráða hann sem landsliðsþjálfara fyrir HM 2026.
Brasilía tapaði 4-1 gegn Argentínu á dögunum og er farin að myndast pressa á núverandi landsliðsþjálfara, Dorival Junior.
Ekki er ljóst hvort hann fái að leiða liðið á HM í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó á næsta ári og því gæti Ancelotti komið inn.
Hann er samningsbundinn Real Madrid fram að HM, eða til sumarsins 2026. Ítalinn vill helst vera áfram hjá Real Madrid en það fer allt eftir gengi liðsins.