Raphinha, leikmaður Barcelona og brasilíska landsliðsins, var heldur betur kokhraustur í viðtali sem hann mætti í á dögunum.
Raphinha tjáði sig fyrir stórleik Brasilíu og Argentínu en mikill rígur er á milli þessara landa og er hitinn yfirleitt mikill í leikjunum.
Raphinha hefur verið stórkostlegur á tímabilinu en hann sagði að sínir menn myndu ‘rústa’ Argentínu í viðureigninni.
Annað kom svo sannarlega á daginn en Argentína vann 4-1 sigur en leikið var í undankeppni HM.
Raphinha fékk gult spjald í leiknum og átti ekki góðan dag en eftir lokaflautið hitnaði heldur betur í kolunum.
Leikmenn Argentínu höfðu tekið eftir ummælum Raphinha sem fékk lítinn frið er hann gekk af velli.
Raphinha leaving the pitch with Argentina players around him. pic.twitter.com/nYMt0hmlPX
— Roy Nemer (@RoyNemer) March 26, 2025