Til samanburðar hagnaðist deildin um meira en 100 milljónir árið áður, en þá hafði karlalið Blika komist í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar, fyrst íslenskra karlaliða.
Helstu tekjur Breiðabliks á síðasta ári komu fyrir tekjur af mótum, eða um 270 milljónir, en er það þó meira en helmingi minna en árið á undan. Tekjur af félagaskiptum leikmanna voru um 120 milljónir og hækka aðeins milli ára.
Helstu útgjöld fóru í laun en alls fóru um 592 milljónir í þjálfara, leikmenn og yfirstjórn. Er það þó um 20 milljóna króna lækkun frá síðasta ári.
Meira:
Áhugaverður ársreikningur í Vesturbænum opinberaður – Launin hækka mikið milli ára
Meira
Blómlegur rekstur í Keflavík: Launakostnaður lækkaði um 50 milljónir og skiluðu góðum hagnaði