Real Madrid er byrjað að setja pressu á miðjumanninn Martin Zubimendi sem spilar með Real Sociedad á Spáni.
Frá þessu greinir COPE á Spáni en um er að ræða spænskan landsliðsmann sem hefur verið orðaður við England.
Arsenal er talið hafa mikinn áhuga á Zubimendi og vonaðist til að tryggja sér hans þjónustu næsta sumar.
Real er hins vegar ákveðið í að trygggja sér þjónustu leikmannsins sem þýðir líklega að Arsenal þurfi að horfa annað.
Zubimendi var nálægt því að ganga í raðir Liverpool á síðasta ári en hann hafði þá ekki áhuga á að yfirgefa uppeldisfélagið.