Thomas Tuchel, landsliðsþjálfari Englands, hefur útskýrt af hverju hann valdi ekki Harry Maguire í landsliðshópinn í síðasta verkefni.
Maguire hefur verið mikilvægur hlekkur í liði Manchester United á tímabilinu og hefur lengi reynst enska landsliðinu vel.
Tuchel segir að það hafi ekkert með gæði leikmannsins að gera heldur að hann hafi ekki verið 100 prósent heill.
,,Maguire var einfaldlega ekki heill þegar við völdum hópinn. Það var búist vbið því að hann gæti ekki spilað og við vildum ekki taka neina áhættu,“ sagði Tuchel.
,,Við myndum þurfa að fylgjast með alveg frá fyrstu æfingu hvort hann gæti æft almennilega. Við gerðum það sama með Reece James en sáum að hann var leikfær og ákváðum að velja hann.“