Breiðablik og Þór/KA leika til úrslita í Lengjubikar kvenna, en þetta varð ljóst í vikunni.
Breiðablik tryggði sér sæti í úrslitum með 2-1 sigri á Val en Þór/KA hafði betur gegn Stjörnunni í vítaspyrnukeppni.
Leikurinn fer fram á föstudaginn klukkan 18 og verður spilað á heimavelli Íslandsmeistara Blika, Kópavogsvelli.