Liverpool og Tottenham eru á meðal þeirra félaga sem eru á eftir Jonathan Tah, miðverði Bayer Leverkusen, fyrir sumarið.
Tah er að renna út af samningi hjá Leverkusen og er afar eftirsóttur. Er hann staðráðinn í að yfirgefa Þýskalandsmeistarana í sumar.
Spænski miðillinn Mundo Deportivo segir leikmanninn vera hvað spenntastan fyrir að fara til Barcelona, sem hefur áhuga á leikmanninum.
Þar kemur þó einnig fram að Liverpool og Tottenham séu á eftir varnarmanninum öfluga.