U19 ára landslið karla tapaði 0-1 fyrir Ungverjalandi í síðasta leik liðsins í milliriðli undankeppni EM 2025. Leikurinn fór fram á Kisvárdai Stadion í Ungverjalandi.
Ísland hafnar því í fjórða og síðastasæti milliriðilsins með 0 stig en Danmörk tryggði sér topp sætið með níu stigum og þar með sæti í lokakeppnina sem haldin verður í Rúmeníu. Á eftir Danmörku komu Austurríki með sex stig og Ungverjaland með þrjú stig.
U17 ára landslið karla tapaði þá 5-0 fyrir Írlandi í síðasta leik sínum í seinni umferð undankeppni EM 2025.
Ísland endaði því í neðsta sæti riðilsins með eitt stig og fellur því í B deild undankeppninnar fyrir fyrstu umferð undankeppni EM 2026.
Belgía endar í fyrsta sæti riðilsins með sjö stig, þar á eftir kemur Írland með sex stig, Pólland er í þriðjasæti með tvö stig og svo Ísland í fjórða sæti.