Stuðningsmenn Liverpool taka margir hverjir illa í það að Trent Alexander-Arnold sé að yfirgefa félagið fyrir Real Madrid.
Bakvörðurinn, sem er uppalinn hjá Liverpool, fer frítt til Real þar sem samningur hans á Anfield er að renna út.
Sem fyrr segir angrar þetta marga stuðningsmenn og hefur það verið nokkuð áberandi á samfélagsmiðlum undanfarinn sólarhring eða svo.
Einhverjir hafa tekið upp á því að brenna Liverpool treyjur sínar sem merktar eru Trent, eins og sjá má hér að neðan.
It’s begun 😂😂 pic.twitter.com/Mg5iKZf1gu
— George (@GeorgeLFC_) March 25, 2025