Bayer Leverkusen er til í að selja Florian Wirtz í sumar fyrir rétta upphæð samkvæmt nýjustu fréttum frá Þýskalandi.
Þessi 21 árs gamli leikmaður er einn sá eftirsóttasti í heimi og hefur hann verið orðaður við bæði Bayern Munchen og Manchester City undanfarið.
Sky í Þýskalandi segir að Þýskalandsmeistarar Leverkusen hafi sett verðmiða upp á rétt rúmlega 100 milljónir punda á leikmanninn fyrir sumarið.
Það kemur enn fremur fram að Bayern hafi þegar sett sig í samband við fulltrúa Wirtz en enn fremur að Pep Guardiola, stjóri City, sé gríðarlegur aðdáandi leikmannsins.