Arsenal reynir nú að endursemja við Gabriel, miðvörð sinn, til langst tíma í kjölfar orðróma um að Al-Nassr í Sádi-Arabíu viji fá hann.
Football Insider skýrir frá þessu, en Brasilíumaðurinn er algjör lykilmaður hjá Arsenal og hefur verið það undanfarin ár.
Gabriel hefur þó áður verið orðaður við Sádi-Arabíu, sem eru til í að borga mönnum ansi vel.
Núgildandi samningur Gabriel við Arsenal rennur út eftir rúm tvö ár en vill félagið endursemja til að fæla Sádana frá.