Tyrkneska stórveldið Fenerbahce er á eftir markverðinum Ederson fyrir sumarið samkvæmt miðlum þar í landi.
Ederson hefur verið hjá Manchester City undanfarin átta ár og verið hluti af frábæru gengi liðsins en hann er ekki að eiga sitt besta tímabil sem stendur.
Hefur hann verið orðaður við brottför undanfarið og nú er sagt frá því að Fenerbahce, með Jose Mourinho í brúnni, vilji fá hann í sumar.
Samningur Ederson rennur út eftir næsta tímabil og þyrfti City því helst að semja við hann í sumar, eða þá selja hann.