Jose Mourinho er stórhuga fyrir næsta tímabil en hann er stjóri Fenerbahce í tyrknensku úrvalsdeildinni.
Fanatik í Tyrklandi greinir nú frá því að Mourinho horfi til Manchester City og vilji fá eina af stærstu stjörnum liðsins.
Það er markvörðurinn Ederson sem hefur lengi verið lykilmaður í Manchester en ku vera á förum í sumar.
Pep Guardiola, stjóri City, er talinn vilja fá inn nýjan markvörð en Ederson hefur glímt við þónokkur meiðsli í vetur.
Ederson var nálægt því að kveðja City í fyrra en hann var þá á óskalista liða í Sádi Arabíu.