Martin Ödegaard átti frábæran leik fyrir norska landsliðið sem spilað við það ísraelska í gærkvöldi.
Það er ekki algengt að leikmenn leggi upp þrjú mörk í einum leik en það er nákvæmlega það sem Ödegaard tókst.
Miðjumaðurinn lagði upp fyrsta, annað og fjórða marki Noregs sem vann 4-2 sigur á Ísrael.
Noregur er með mjög öflugt lið en Alexander Sorloth og Erling Haaaland komust báðir á blað.
Norðmenn eru á toppi riðilsins í undankeppni HM og eru með sex stig eða fullt hús eftir tvo leiki.