Chris Rigg, 17 ára gamall miðjumaður Sunderland í ensku B-deildinni, er nú eftirsóttur af liðum í úrvalsdeildinni.
Rigg hefur spilað nokkuð stóra rullu fyrir Sunderland á leiktíðinni, en það er útlit fyrir að liðið sé á leið í umspil um sæti í ensku úrvalsdeildinni.
Þá skoraði Rigg í sigri enska U-19 ára landsliðsins gegn Portúgal á dögunum og var það ekki til að minnka áhugann á honum.
Talið er að hann gæti verið keyptur í úrvalsdeildina í sumar og eru Everton og West Ham til að mynda nefnd til sögunnar.