Robbie Lyle, sem sér um stuðningsmannasíðuna Arsenal Fan TV og hefur notið mikilla vinsælda, hefur vakið mikla athygli undanfarið vegna þyngdartaps síns.
Lyle, sem er 52 ára gamall, kveðst hafa notað það sem af sumum er kallað „ozempic náttúrunnar“ til að létta sig.
Barberine er það sem um ræðir, en það er efnasamband sem styrkir hjartslátt, drepur bakteríur, dregur úr bólgum og breytr því hvernig líkaminn notar sykur í blóðinu.
„Þetta hefur hjálpað mér svo mikið. Hinn fullkomni dagur og hin fullkomna nótt. Þetta hjálpar mér við að sofa. Þetta hefur líka hjálpað mér við að bæta mataræði og ég hef misst mörg kíló,“ segir Lyle.
„Mér líður vel. Ég er að æfa, borða vel og Barberine hefur hjálpað mér ansi mikið.“
Hér að neðan má sjá breytinguna á Lyle undanfarið.