fbpx
Laugardagur 29.mars 2025
433Sport

Harðorður Heiðar Austmann botnar ekkert í umræðunni – „Æj fuck off“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 26. mars 2025 08:30

Heiðar Austmann er harður stuðningsmaður Liverpool.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útvarpsmaðurinn þaulrreyndi Heiðar Austmann botnar ekki í viðbrögðum margra stuðningsmanna Liverpool við brottför Trent Alexander-Arnold frá félaginu.

Sjálfur er Heiðar mikill stuðningsmaður liðsins og tjáir sig gjarnan um málefni þess á samfélagsmiðlum. Lét hann sitt ekki eftir liggja í gær í kjölfar þess að það var svo gott sem staðfest að Trent, uppalinn leikmaður Liverpool, færi frítt til Real Madrid þegar samningur hans á Anfield rennur út í sumar.

Margir stuðningsmenn, þar á meðal hér á landi, eru reiðir Trent en Heiðar skilur leikmanninn að vissu leyti fyrir að fara annað.

„Æji fuck off!! Hvaða biturleiki er þetta? Það eru margar ástæður fyrir því að hann vill fara. Hann er búinn að vinna allt hjá LFC og langar að gera eitthvað annað. Vont að hann fari? Já!! Skilur maður það? Já að vissu leyti,“ skrifar Heiðar á samfélagsmiðilinn X við færslu þar sem Trent var harðlega gagnrýndur.

Viðbrögð stuðningsmanna Liverpool við færslu Heiðars eru, eins og gefur að skilja, misjöfn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Er lang launahæsti leikmaðurinn á Englandi – Salah kemst ekki nálægt toppsætinu

Er lang launahæsti leikmaðurinn á Englandi – Salah kemst ekki nálægt toppsætinu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir ungstirninu að hafna Chelsea og Manchester United – Væri varamaður á næsta tímabili

Segir ungstirninu að hafna Chelsea og Manchester United – Væri varamaður á næsta tímabili
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sagður ætla að yfirgefa Ronaldo og Mane eftir eitt ár

Sagður ætla að yfirgefa Ronaldo og Mane eftir eitt ár
433Sport
Í gær

Skoða að reka hann og eru klárir með arftaka

Skoða að reka hann og eru klárir með arftaka
433Sport
Í gær

Var kosinn einn sá kynþokkafyllsti – Segir hann hafa allan pakkann

Var kosinn einn sá kynþokkafyllsti – Segir hann hafa allan pakkann