Útvarpsmaðurinn þaulrreyndi Heiðar Austmann botnar ekki í viðbrögðum margra stuðningsmanna Liverpool við brottför Trent Alexander-Arnold frá félaginu.
Sjálfur er Heiðar mikill stuðningsmaður liðsins og tjáir sig gjarnan um málefni þess á samfélagsmiðlum. Lét hann sitt ekki eftir liggja í gær í kjölfar þess að það var svo gott sem staðfest að Trent, uppalinn leikmaður Liverpool, færi frítt til Real Madrid þegar samningur hans á Anfield rennur út í sumar.
Margir stuðningsmenn, þar á meðal hér á landi, eru reiðir Trent en Heiðar skilur leikmanninn að vissu leyti fyrir að fara annað.
„Æji fuck off!! Hvaða biturleiki er þetta? Það eru margar ástæður fyrir því að hann vill fara. Hann er búinn að vinna allt hjá LFC og langar að gera eitthvað annað. Vont að hann fari? Já!! Skilur maður það? Já að vissu leyti,“ skrifar Heiðar á samfélagsmiðilinn X við færslu þar sem Trent var harðlega gagnrýndur.
Viðbrögð stuðningsmanna Liverpool við færslu Heiðars eru, eins og gefur að skilja, misjöfn.
Æji fuck off!! Hvaða biturleiki er þetta? Það eru margar ástæður fyrir því að hann vill fara. Hann er búinn að vinna allt hjá LFC og langar að gera eitthvað annað. Vont að hann fari? Já!! Skilur maður það? Já að vissu leyti https://t.co/C9YDMDwKBu
— Heiðar Austmann (@haustmann) March 25, 2025