Erling Haaland er orðinn markahæsti leikmaður tímabilsins í topp fimm deildum Evrópu ef skoðað er fimm bestu deildir heims.
Þessum frábæra árangri náði Haaland í gær er hann skoraði í 4-2 sigri Noregs á Ísrael í undankeppni HM.
Haaland spilar með Manchester City og er næst markahæstur í ensku úrvalsdeildinni á eftir Mohamed Salah.
Haaland hefur þó skorað fleiri mörk ef allir leikir eru teknir með en hann hefur raðað inn mörkum fyrir landsliðið í vetur.
Heilt yfir hefur Haaland skorað 38 mörk og þá lagt upp önnur fimm í 46 leikjum á tímabilinu sem gerir hann að þeim markahæsta.